Íslandsmót Innanhúss 2019 í tennis, 19.-24.mars

Íslandsmót Innanhúss 19.-24.mars  2019 verður haldið í Tennishöllin í Kópavogi og keppt í eftirfarandi flokkum –

Barna- og unglingaflokkar Mini tennis, 10, 12, 14, 16, 18 ára og yngri. einliða- og tvíliðaleikur
Meistaraflokkur karla og kvenna. Einliða-, tvíliða- og tvenndarleikur
Öðlingaflokkar 30, 40, 50 og 60 ára og eldri. Einliða- og tvíliðaleikur

Vinsamlega smella HÉR til að fara inná skráningasiðunni.

Góður árangur hjá HMR tennisfólk á Jóla-Bikar Meistaramót TSÍ

HMR tennisfólk stóð sig prýðilega vel á Jóla-Bikar Meistaramót TSÍ sem kláraði síðasta helgi.   Samtals átti félagið sextán keppendur í mótinu, frá yngsti mini tennis flokk uppi öðlingaflokk.

Hafna- og Mjúkboltafélagsins Rafn Kumar Bonifacius lék til úrslita í Meistaramót TSÍ karla um helgina og hafði þar betur gegn Birki Gunnarssyni úr Tennisfélagi Kópavogs 6-2, 2-6 og 6-2. Í þriðja sæti sigraði Anton Jihao Magnússon á móti Egill Sigurðsson, Víkingi.  Rafn Kumar og Birkir vann svo tvíliðaleiks mótið á móti Anton Jihao og Egill, 6-4, 6-2.   Þetta var þriðja Meistaramóts titill Rafns í einliðaleik (2015, 2016, 2018) og endaði hann árið með sjö titlar – Íslandsmót Innanhúss (einliða og tvíliða), Stórmót Víkings, Stórmót Hafna- og Mjúkboltafélagsins, Íslandsmót Utanhúss (tvíliða) og  krýndur stiga­meist­ar­ar TSÍ 2018 eft­ir sig­ur hans í einliða.

Koma með vin í tennis / “Bring a friend to tennis”

Núna í haust erum við að hvetja krökkum sem eru skráð á tennisæfingar til að koma með vinur þeirra á tveimur tennis æfingar  –  óþarfi að skrá fyrirfram, og eigum við spöðum fyrir alla.

This Fall, we encourage all enrolled students to bring a friend to a couple of tennis practices – no registration necessary and we have rackets for everyone.

Image result for tennis kids funImage may contain: 2 people, outdoor

Anna Soffia og Rafn Kumar sigruðu á Stórmóti HMR TSÍ

Anna Soffía Grön­holm úr Tenn­is­fé­lagi Kópa­vogs og Rafn Kumar Bonifacius úr Hafna- og Mjúk­bolta­fé­lagi Reykja­vík­ur stóðu uppi sem sigurvegarar í meistaraflokki karla og kvenna á Stórmót HMR TSÍ.

Anna Soffía sigraði Iris Staub úr Tennisfélagi Kópavogs 4-6, 7-5, 6-2 á meðan  Rafn Kumar sigraði föður sinn Raj K. Bonifacius 6-1, 1-6, 7-6.  Báða leikjana voru hnífjafn í bestu veður á nýjum vellum Tennisklúbbur Víkings í Fossvogsdalnum.  Kvennaúrslitaleikurinn var rúmlega þrjár klukkustundir á meðan karla leikurinn endaði með oddalotu í úrslita settið.

Í U12 barnaflokk sigraði Ómar Páll Jónasson á móti Daníel Wang Hansen 6-4, 3-6, 6-2.

Stórmót HMR í tennis

23.-26.júlí 2018
Tennisklúbbur Víkings
Traðarland 1, 108 Reykjavík

Stórmót Hafna- og Mjúkboltafélag TSÍ verður haldið 23.-26.júní.Mótinu er skipt í eftirfarandi flokka – ITN Einliða, U18, U16, U14, U12, U10 & Mini Tennis.   Gjald – ITN 3.500 kr. / Barnaflokkar 2.800 kr.

Skráning fer fram á heimasíðu Tennissambandsins – http://tennissamband.is/2018/07/stormot-hafna-og-mjukboltafelagsins-tsi/

Síðasti skráningadagur (og afskráningadagur) er föstudaginn 20. júlí kl. 18.

Markmiðið með ITN kerfinu er að allir byrja að keppa við jafnsterkan andstæðing og svo verður mótið erfiðara með hverri umferð. Allir þátttakendur fá ITN númer miðað við mat mótstjórans og svo verður númerið uppfært eftir mótið.
Mótstjóri: Raj K. Bonifacius s.820-0825
 

Sumarnámskeiðar að hefjast

nfl_fanafootball_logo  LLBBCampLogo2006  HMR_color_logo_small 

AMERÍSKUR FÁNAFÓTBOLTI / HAFNABOLTI  SUMARNÁMSKEIÐ  2018
Hafnarbolti og Amerískur fánafótbolti (engin tækling) verða kennd núna í sumar. Aðstaðan er í Laugardalnum Reykjavík á “Tröllatúni”, grasbletturinn á milli Suðurlandsbrautar og Engjavegar á móti Glæsibæ. Nemendur námskeiðsins læra að spila báðar íþróttirnar og reglurnar á sama tíma. Námskeiðið er opið fyrir þá sem eru á aldrinum 7–16 ára. Námskeiðið er haldið virka daga kl. 9–12 eða kl. 13–16. Námskeiðsgjald er 22.000 kr. – WILSON Amerískur fótbolti, hafnabolta kylfa, hanska og hafnabolta innif. Veittur er 20% systkynaafsláttur og 20% afsláttur ef sótt er um fleiri en eitt námskeið. Mögulegt er að skrá þátttakendur viku í senn. Þá kostar vikan 15.000 kr. (búnaður innifal.) Krakkarnir mæta í íþróttafatnaði og með nesti.

HAFNABOLTAÆFINGAR (10 ára og eldri)
Á þriðjudögum og fimmtudögum verður hafnaboltaæfing frá kl.18-19.15 sem er opið öllum 10 ára og eldri. Þátttakendur læra undirstöðuatriði hafnabolta íþróttarinnar í bland við æfingaleikir. Öll búnaður er á staðnum. Tveggja vikna æfingatímabil kostar 8.000 kr.

Hægt að skrá sig hér fyrir neðan. Nánari upplýsingar – s. 820 0825 / hmr@hmr.is

TENNISNÁMSKEIÐ – Liðakeppni TSÍ
Hafna- og Mjúkboltafélagið er í samvinnu með Tennisklúbb Víkings vegna sumar tennisstarf.   Vinsamlegast fara inná http://tennis.is/sumar2018/ til að lesa meira um það sem er í boði.  Núna í ár verður skipulögð liðakeppni milli tennisfélaga í U8, U10, U12 aldursflokkum og meistaraflokki. Ef þú hefur áhuga að keppa fyrir hönd Hafna- og Mjúkboltafélag Reykjavíkur í sumar, vinsamlegast hafðu samband í síma 820-0825 eða á netfangið hmr@hmr.is

HMR áskilur sér rétt til þess að fella niður námskeið sé þátttaka ekki næg.